Þjónusta

Um þjónustuþætti

Með fagmennsku að leiðarljósi

Margvísleg þjónusta með áherslu á fagmennsku

Mygla er algengt vandamál sem tengist raka og lífrænum efnum, og getur þróast hratt í kjöraðstæðum. MT Ísland býður upp á faglega þjónustu til að meta og leysa myglu- og rakavandamál, en það felur í sér rakamælingar, úttekt, ráðgjöf, sýnatökur, hreinsun og þurrkun.
Þegar kemur að mygluhreinsun þá notum við umhverfisvæn efni frá Protox, einnig bjóðum við upp á þurrísblástur þegar það á við. Við förum eftir dönskum verkferlum þegar kemur að mygluhreinsun og tekin eru Mycometer myglusýni að hreinsunni lokinni til að staðfesta að hreinsun sé fullnægjandi. Hjá okkur starfa smiðir, allir með sveinsbréf eða meistararéttindi sem sjá um að uppræta orsök vandans á réttan og fagmannlegan hátt. Allir starfsmenn sem vinna við mygluhreinsun hjá MT Ísland hafa hlotið sérstaka þjálfun og fylgja þeim dönsku verkferlum sem unnið er eftir.

Asbest og PCB eru hættuleg og heilsuspillandi efni sem hafa verið notað sem aðskotaefni í byggingarefnum á árunum 1930-1977. MT Ísland býður upp á að taka sýni til að kanna hvort þessi efni eru til staðar, og er þekkt fyrir faglega nálgun sína við að fjarlægja og farga byggingarefni sem innihalda þessi efni. MT Ísland sér um að fylgja reglum um öryggis- og hlífðarbúnað og farga eiturefnum á viðurkenndum förgunarstöðum.

Sótthreinsun með vetnisperoxíð. MT Ísland notast við Mobiwatch þurrgufutæki frá Clean Air Copenhagen til sótthreinsunar. Efnið sem notað er í tækið er eitt af því fáu, ef ekki það eina á landinu sem uppfyllir EN17272 staðalinn. Það er með öll leyfi til sótthreinsunar í bæði matvæla og heilbrigðisgeiranum.

MT Ísland er vel búið tækjabúnaði til að takast á við vatns og brunatjón. Vatnsugur, rakaskiljur og ósontæki til lyktareyðingar eru til á lager ásamt því að við erum með efni til hreinsunar á sót.

Ef þú hefur áhuga á nánari upplýsingum

Hafðu samband