Sérhæfðar Heildarlausnir

Tjónaviðbrögð – Alhliða Viðhaldsþjónusta – Raka- og myglumælingar

honesty

Heiðarleiki

Við erum heiðarleg gagnvart okkar viðskiptavinum og samstarfsfélögum.

chart

Metnaður

Við erum þrautseig í lausnum verkefna. Með metnaði og þrautseigju viljum við vera best á okkar sviði.

person-insurance

Virðing

Við virðum alla starfsmenn og viðskiptavini okkar.

Margþætt Þjónusta

Helstu Þjónustuþættir

Við bjóðum sérsniðna og heildstæða þjónustu, hvort sem þú þarft á að halda skjótum og ábyrgum viðbrögðum við tjóni, faglegri aðstoð og umhverfisvænum aðgerðum varðandi myglu, PCB og asbest, ásamt alhliða viðhaldsþjónustu og rakamælingum. Sérfræðingar okkar aðstoða þig með reynslu og þekkingu sem skilar öruggum gæðalausnum fyrir þínar eignir.

Örugg Tjónaviðbrögð
Fljót viðbrögð og alþrif

Við mætum skjótt á tjónastað og framkvæmum alhliða þrif, hvort sem þarf að dæla vatni eftir vatnstjón, fjarlægja veggjakrot eða hreinsa eftir brunatjón

Lyktareyðing

Með sérstökum lyktareyðingaraðferðum, eins og ósonmeðferð, eyðum við erfiðri lykt sem getur komið fram eftir tjón, bæði í byggingum og á innanstokksmunum

Fagmenn

Allir okkar starfsmenn eru þjálfaðir á sínu sviði eftir þeim verkferlum sem við vinnum eftir. Iðnaðarmenn eru með sveinspróf eða meistararéttindi.

Verklýsing og Samskipti

Við gerum ítarlega skýrslu um verkefnið með myndum til skráningar, fyrir viðskiptavini og tryggingafélög til að tryggja skiljanlega og tæka miðlun upplýsinga um tjónið og þjónustuna veitt hefur verið

Myglusveppur – Ráðgjöf og Hreinsun

Við erum sérfræðingar í ráðgjöf og meðhöndlun myglusvepps og rakavandamála. Við metum aðstæður, gerum mælingar, úttekt og veitum ráðgjöf um hvernig á að koma í veg fyrir mygluvöxt ásamt hreinsun ef myglusveppur hefur fundist

Myglusýni og Greining

Við bjóðum upp á mismunandi myglusýni, sem eru sum send til frekari rannsóknar hjá verkfræðistofu OBH í Danmörku. Niðurstöður sýna svo hvaða myglusveppir hafa fundist og hvort það er mygluvöxtur til staðar

Asbest og PCB – Rannsóknir og Förgun

Við bjóðum viðskiptavinum að taka sýni til að skoða hvort asbest eða PCB-sameindir eru til staðar í byggingarefnum. Sýni eru send til rannsóknar hjá OBH verkfræðistofu í Danmörku. Niðurstöðurnar hjálpa til við að ákveða hvort fjarlægja og farga þurfi heilsuspillandi og hættulegum efni í byggingum

Gæðaeftirlit og verklýsing

MT Ísland framkvæmir gæðaeftirlit, þar á meðal með því að taka myglupróf eftir að hafa hreinsað myglu, og gerir skýrslur um verkefnið með myndum til skráningar. Þetta tryggir að viðskiptavinir hafi yfirsýn yfir vandamálin og hvernig þau voru leyst.

Fjölbreytt viðhalds- og endurbótastarfsemi

Við veitum fjölbreytta viðhaldsþjónustu á fasteignum og byggingum, þar á meðal almenna smíðavinnu, múrvinnu og málningarvinnu.

Sérhæfðar Endurbætur

Við sérhæfum okkur í endurbótum á þaki, klæðningu, gluggum og hurðum, og hjálpum við að endurnýja byggingarnar eftir tjón.

Sólarhringsþjónusta

Við bjóðum húsfélögum upp á neyðarþjónustu þar sem hægt er að hringja í okkur 24/7 ef upp koma vandamál sem þarf að leysa strax.

Mannauður

Allir okkar iðnaðarmenn eru menntaðir á sínu sviði. Hjá okkur starfa bæði húsasmíða, múr og rafvirkjameistarar. Þar fyrir utan vinnum við náið með pípulagningarmeistara.

Hver við erum

Um okkur

Við erum alhliða tjóna- og þjónustufyrirtæki staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Við sérhæfum okkur í heildarlausnum vegna tjóna af völdum raka og myglu. Auk þess fjarlægum við skaðleg byggingarefni svo sem Asbest, PCB og Blý.

Stefna fyrirtækisins er að vera leiðandi á sviði tjóna. Við bjóðum uppá reynslumikið starfsfólk og leggjum ríka áherslu á metnað í starfi og vönduð vinnubrögð í öllum okkar verkefnum. Í dag starfa 15 manns hjá fyrirtækinu.

Hvað er á döfinni

Fréttir og uppfærslur

Ný heimasíða

18. ágúst, 2023 Við fengum snillingana hja Joroma til að útbúa nýja heimasíðu fyrir okkur. Þeir hentu þessari fínu síðu upp fyrir okkur á mettíma. Enn eru nokkrir þættir í vinnslu en hún er orðin nógu fín til að setja í loftið. Við mælum klárlega með Joroma.
Lesa Meira

Iðnaðarsýningin 2023

Við erum orðin spennt.
Lesa Meira

Ný Facebook síða MT Ísland

Við erum komnir á Facebook! Þeir sem vilja fylgjast með okkur er bent á að „Læka“ síðuna.
Lesa Meira

Ánægðir viðskiptavinir

Umsagnir viðskiptavina

Jóhanna B. Sveinsdóttir

Íbúðareigandi

Frábær þjónusta, hörð viðbrögð þegar það kviknaði í útfrá brauðrist í eldhúsinu. Skjót og fagmennleg vinnubrögð hjálpuðu mér að koma öllu í stand aftur á met tíma.

Sigríður Friðriksdóttir

S.S.

Þegar það kom upp leki í kjallaranum á skrifstofubyggingunni okkar þá vissum við að við værum í sambandi við rétta fólkið þegar þeir mættu á staðinn og tóku fulla stjórn á aðstæðum af ákveðni og fagmennsku.

Birgir Þ. Pétursson

B.Þ. Bókhaldsþjónusta

Það var hvimleitt að sjá allt þetta veggjakrot í portinu hjá okkur, en MT Ísland hafa tekið á því fyrir okkur og gert umhverfið mun snyrtilegra fyrir vikið.

samstarf

Viðurkenndir samstarfsaðilar

Við erum stolt af því að vera viðurkenndir samstarfsaðilar eftirfarandi fyrirtækja og félaga

Bókaðu viðtal í dag

Við hlökkum til að heyra í þér og sjá hvað við getum gert fyrir þig

Ef þú hefur áhuga á nánari upplýsingum

Hafðu samband