DNA Sýnataka

Leiðbeiningar

Svona tekur þú DNA-Prufu

Nákvæmar Leiðbeiningar

ATH! Það er mikilvægt að DNA sýnatakan sé rétt framkvæmd, annars getur það skekkt niðurstöður greiningar.
Hér fyrir neðan er útskýrt í smáatriðum hvar og hvernig þú átt að taka hana.

Staðsetning sýnatöku

  • Helst í augnhæð eða þar yfir – Á hillu eða öðrum hlutum með láréttu yfirborði eins og t.d. ofan á hurðarkarmi.
  • Ryk ætti helst að vera milli 1 og 3 mánaða gamalt.
  • Taktu prufuna á stað þar sem ekki eru miklar hitasveiflur.

Svona framkvæmir þú sýnatökuna

  • Þú notar eitt DNA sýni fyrir hvern sýnatökustað. Eitt sýni dugar fyrir allt að 150 m2 rými. Ef um er að ræða fleiri en eina hæð þá er mælt með að tekið sé sýni á hverri hæð fyrir sig.
  • Taktu sýnatökupinnan úr plasthólknum, passaðu að snerta eingöngu rauða lokið en ekki sjálfan pinnann.
  • Strjúktu pinnanum á meðan þú snýrð honum, af svæði sem samsvarar stærð plasthólksins. Ca. 16-20 cm á lengd. Mikilvægt er að það sé sýnilegt og jafnt magn af ryki á bómulnum.
  • Þegar þú hefur lokið sýnatöku setur þú pinnann aftur í hólkinn.
  • Skráðu lengd svæðisins sem þú straukst af á meðfylgjandi fylgiskjal.
  • Ef þú hefur tekið fleiri en eina prufu passaðu þá að skrifa ID númerið á hverju sýni á fylgiseðilinn. ID númerið finnur þú á plasthólknum.
  • Fylltu út fylgiskjalið sem fylgir með sýnatökupinnanum.
  • Geymdu sýnið við stofuhita þar til að þú skilar því inn til MT Ísland ehf – Turnahvarf 6S, 203 Kópavogur.
  • Eftir að sýni hefur verið skilað inn er útbúinn reikningur sem skal greiðast áður en sýnið er sent til greiningar.
  • Sýni eru send til greiningar til OBH verkfræðistofu í Danmörku alla föstudaga. Ef óskað er eftir flýtimeðferð þá er greitt sérstaklega fyrir það. Sjá verðskrá (DHL Express.)
  • Þegar greining hefur farið fram (yfirleitt innan 7 daga ) færð þú sendan tölvupóst frá OBH sem inniheldur skýrslu með niðurstöðum. Athugið að skýrslan er á ensku.

Ef þú hefur áhuga á nánari upplýsingum

Hafðu samband